Skip to main content

Lasermeðferð gegn bólum (acne vulgaris)

Vilt þú losna við bólur?

Lasermeðferðin gefur ljósgeisla á húðina sem eyðir bakteríunni sem orsakar bólurnar.  

Meðferðin getur verið stök eða beitt með öðrum meðferðarúrræðum. 

Af hverju lasermeðferð?

  • Meðferðin hefur ekki áhrif á húðina sjálfa og er sársaukalaus
  • Meðferðin er unnin undir eftirliti húðlæknis

Hvernig bóka ég lasermeðferð gegn bólum?

  • Við mælum með tíma hjá húðlækni til að tryggja rétta greiningu og viðeigandi meðferð
  • ATHUGIÐ að til eru meðferðaraðilar á Íslandi án nauðsynlegra leyfa sem krefja viðeigandi sérfræðimenntunar umsjónalæknis
  • Þú getur hringt í okkur til að fá tíma hjá húðlækni eða beint til meðferðar

Við meðferð bóla er stundum notast við laser til að eyða bólunum. Meðferðin getur verið stök eða sem hluti annarar meðferðaáætlunnar. Meðferðin byggir á gjöf ljósgeisla inn í húðina sem eyðir bakteríunni Propiobacterium acnes sem orsakar bólurnar. Meðferðin hefur ekki áhrif á húðina sjálfa.

Lasermeðferðir gátu áður fyrr verið sársaukafullar. Þeir laserar sem við notum í dag eru sársaukalausir. Meðferðin veldur í mesta lagi vægum roða í nokkrar mínútur.

ÖRYGGISVIÐVÖRUN!
AF ÖRYGGISÁSTÆÐUM ER LASERMEÐFERÐ Í FEGRUNARSKYNI BÖNNUÐ Á ÍSLANDI ÁN AÐKOMU LÆKNIS MEÐ VIÐEIGANDI SÉRFRÆÐIMENNTUN SVO SEM HÚÐLÆKNIS EINS OG KRAFIST ER Í DANMÖRKU. TIL ERU ÓLÖGLEGIR HEILBRIGÐISSTARFSMENN SVO SEM LÆKNAR EÐA HJÚKRUNARFRÆÐINGAR SVO OG SNYRTIFRÆÐINGAR MEÐ SLÍKA STARFSEMI.

PDF skjal:

Acne-Treatment-Patient-Brochure. Smelltu til að skoða

BÓKA TÍMA / BOOK AN APPOINTMENT

    * þýðir að þú þarft að fylla út